Áætla að virði styrks bæjarins vegna Kópavogsblótsins samsvari 17.338.192 kr.

Breiðablik, Gerplu og HK lögðu fram beiðni á síðasta fundi bæjarráðs um stuðning Kópavogsbæjar við Kópavogsblótið 2025, sem verður haldið 24.janúar í Kórnum.

Kópavogsblótið hefur menningarlegt gildi fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild

Í bréfi sem fylgdi beiðninni frá félögunum segir m.a. að stóru íþróttafélögin í Kópavogi hafi staðið að sameiginlegu Kópavogsblóti síðastliðin 6 ár. Félögin leggja gríðarlega mikinn metnað í blótið og hefur þessi viðburður nú þegar fest sig rækilega í sessi í hjá íbúum Kópavogs. ,,Við teljum hann að sama skapi hafa mikið menningarlegt gildi fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild. Mikil eftirvænting er fyrir blótinu og ávallt hefur framkvæmdin gengið mjög vel og blótið fengið jákvæða og góða umfjöllun ár hvert. Félögin leggja til mikla vinnu við að láta Kópavogsblótið verða jafn glæsilegt og raun ber vitni á sem hagkvæmastan hátt en á sama tíma skiptir þetta sköpum í fjáröflun félaganna. Vegna mikilla verðhækkana hefur ágóðinn minnkað undanfarin ár og minna er til skiptanna.

Til þess að blótið verði að veruleika 2025 er gríðarlega mikilvægt að Kópavogsbær komi enn betur að þessum viðburði með stuðningi við félögin til að tryggja að Kópavogsblótið verði að veruleika á bóndadaginn 2025. Við óskum því eftir stuðningi Kópavogsbæjar sem væri fólginn í eftirfarandi þáttum:

  • Afnot af íþróttamannvirkinu Kórnum
  • Afnot og flutning hlífðargólfs
  • Afnot og flutning dansgólfs
    Með von um jákvæðar undirtektir og skjót svör,“ segir í bréfinu sem er undirritað af framkvæmdasjórum félaganna.

Bæjarráð samþykkti á fundinum að mannvirki Kópavogsbæjar ásamt hlífðargólfi í eigu bæjarins verði lánuð endurgjaldslaust vegna Kópavogsblótsins. Flutningur er á kostnað félaganna. Áætlað virði styrks bæjarins samsvarar kr. 17.338.192,-

Forsíðumynd: Það var mikið stuð á Kópavogsblótinu í fyrra og uppselt var að vanda

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins