Á annað hundrað manns mættu á samráðsfund á Kársnesi

Á annað hundrað manns mættu á samráðsfund um skipulagsvinnu framundan á vestanverðu Kársnesinu. Á fundinum var farið var yfir skipulagsvinnuna framundan ásamt forsendugreiningu um vestanvert Kársnes.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ávarpaði gesti og þá var kynning á rammahluta aðalskipulags og Kársnesi í nútíð og framtíð.

Samráð við þátttakendur um helstu almenningsrými, götur, stíga og teningar, framtíðarnot, tækifæri og almennt að hverju þurfi að huga að í skipulagsvinnunni. Unnið var í hópum á borðum og voru fjörugar umræður hjá gestum fundarins sem kynntu svo sínar tillögur fyrir öðrum fundargestum. 

Skipulagssvæðið sem um ræðir afmarkast af strandlínu Kársness til norðurs og vesturs og af núverandi íbúðarbyggð við Þinghólsbraut, Kársnesbraut og Huldubraut til austurs og suðurs. 

Tekið er við athugasemdum og ábendingum í gegnum skipulagsgátt til 19.júní 2024.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins