87% íbúa ánægðir með Kópavog sem stað til að búa á

87% eru ánægð með Kópavog sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum. Kópavogsbær er yfir meðaltali sveitarfélaga í flestum liðum.

Mest er ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum en þar eru 88% ánægð. Þá er mikil ánægja með gæði umhverfis í nágrenni við heimilið, þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið og þjónustu í tengslum við sorphirðu en ánægja í þessum þáttum mælist um 80%. Tæplega 70% eru ánægð með þjónustu sveitarfélagsins í menningarmálum og grunnskólum.

Við sækjum í okkur veðrið frá fyrra ári

„Það er ánægjulegt hversu mikil ánægja er með búsetu í Kópavogi og þjónustu sveitarfélagsins heilt yfir. Við sækjum í okkur veðrið frá fyrra ári og jákvætt að sjá að ánægja með þjónustu leikskóla er meðal þeirra liða sem er að hækka hlutfallslega mest. Þá er vissulega jákvætt að Kópavogsbær er í langflestum málaflokkum yfir meðaltali á landsvísu í ánægju íbúa. Áfram munum við leggja metnað okkar í að bæta þjónustuna enn frekar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri.

Spurt er um þjónustu í tólf málaflokkum, í tíu þeirra er Kópavogur yfir meðaltali sveitarfélaga á landsvísu, í einum mælist þjónustan undir meðaltali og einum í meðaltali. Í öllum málaflokkum er ánægja mun meiri en óánægja.

Í flestum málaflokkum hefur orðið marktæk jákvæð breyting frá þjónustukönnun síðasta árs en mest er hún í fjórum málaflokkum: menningarmálum, þjónustu leikskólanna, þjónustu við barnafjölskyldur og skipulagslagsmálum. Í viðhorfi til þjónustu grunnskólanna dregur úr ánægju samanborið við í fyrra.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 22. nóvember 2024 til 6. janúar 2025. Um er að ræða netkönnun í 19 stærstu sveitarfélögum landsins, þátttakendur eru 18 ára og eldri, notast er við lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfahópi Gallup. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda var náð í hverju sveitarfélagi, fjöldi svarenda í Kópavogi voru 413.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins