65 Kópavogsbúar á framboðslistum flokkanna

Alls eru 65 Kópavogsbúar á framboðslistum stjórnmálaflokkanna í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn, en þeir voru 66 í alþingiskosningunum árið 2017. Alls bjóða 10 flokkar fram í kjördæminu eins og í kosningunum árið 2017.

Það vekur athygli að tveir af tíu oddvitum flokkanna í SV-kjördæmi eru búsettir í öðru kjördæmi. Flestir Kópavogsbúar eru á lista Framsóknarflokksins eða 11 talsins, en þeir voru líka flestir fyrir kosningarnar 2017, þá 12. Aðeins 5 Kópavogsbúar eru á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins og Viðreisnar.

Fjórir oddvitar búsettir í Kópavogi

Eins og áður segir eru flestir Kópavogsbúar á framboðslista Framsóknarflokksins, en fæstir á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Næst flestir Kópavogsbúar eru á lista Flokks fólksins eða 10, 8 eru á lista Vinstri grænna, þá eru 7 á lista Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands og Pírata. 6 Kópvogsbúar eru svo á lista Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

8 af 10 oddvitum flokkanna í Kraganum eru búsettir í Kraganum, en aðeins höfðu 6 af 10 oddvitum flokkana lögheimili í Kraganum í kosningunum 2017. Fjórir af oddvitum flokkanna tíu fyrir kosningarnar á laugardaginn eru búsettir í Kópavogi, en þetta eru Guðmundur Ingi Kristinsson í Flokki fólksins, Karl Gauti Hjaltason í Miðflokknum, Willum Þór Þórsson Framsóknarflokki og Maríu Pétursdóttur í Sósíalistaflokknum.

Allir frambjóðendur Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins búsettir í Kraganum

Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni eru búsett í Garðabæ, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er búsett í Hafnarfirði og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati býr í Mosfelssbæ.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðerra og oddviti vinstri grænna í Sv-kjördæmi er með lögheimili í Reykjavík og sömu sögu er að segja um Svanhvíti Brynju Tómasdóttur, í Frjálslynda lýðræðisflokknum, en hún er einig með lögheimili í Reykjavík.

Af 260 frambjóðendum sem skipa framboðslistana 10 þá eru 23 af þeim með lögheimili fyrir utan Suðvesturkjördæmi. Allir frambjóðendur á lista Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru búsettir í Kraganum.

6 af 26 á lista Pírata búsettir utan Suðvesturkjördæmis

Það eru 6 af 26 frambjóðendum Píratar búsettir utan Suðvesturkjördæmis, 5 úr Frjálslynda lýðræðisflokknum, 4 úr Viðreisn, 4 úr Vinstri grænum, 2 úr Sósíalistaflokki Íslands og 1 úr Miðflokknum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar