358 íbúðir í byggingu eða í byggingaráformi í Kópavogi

Alls eru nú 7.222 íbúðir í byggingu um land allt og fjölgar þeim um tæplega 200 frá síðasta mánuði. Líkt og undanfarna mánuði eru um 60 prósent af íbúðum í byggingu staðsett á höfuðborgarsvæðinu og um fjórðungur í sveitarfélögum í nágrenni þess. Þetta kemur fram í mælaborði íbúða í byggingu, sem finna má á heimasíðu HMS.

Í Kópavogi eru samtals 358 íbúðir í byggingu og byggingaráformi, 193 þeirra er lokið eða verða teknar í notkun á þessu ári.

Mælaborð fyrir íbúðir í byggingu birtir samantekin gögn og talningar fyrir íbúðarhúsnæði úr Mannvirkjaskrá HMS. Í mælaborðinu eru birtar upplýsingar um íbúðir í byggingu, byggingaráform og fullbúnar íbúðir, eftir tegund húsnæðis, stærðarflokkun og framvindu.

Mynd. Framkvæmdir við Bakkabraut á Kársnesi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar