Kjalar tekur lagið

Tónlistarmaðurinn, Idol-keppandinn og Kópavogsbúinn Kjalar Martinsson Kollmar syngur gamlar perlur fyrir gesti eins og honum einum er lagið á 2. hæð Bókasafns Kópavogs miðvikudaginn 15. mars kl. 17. Með honum kemur fram gítarleikarinn Alexander Grybos.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Viðburðurinn er liður í afmælisdagskrá Bókasafns Kópavogs en safnið verður 70 ára þann 15. mars. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar