16 frambjóðendur skiluðu inn framboði til þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en framboðsfrestur rann út sl. laugardag. Opið prófkjör verður haldið þann 12. mars næstkomandi og verður kosið um 6 efstu sætin.
Tveir frambjóðendur, Ásdís Kristjánsdóttir og Karen Elísabet Halldórsdóttir gefa kost á sér í 1. sæti, en eins og bæjarbúum er kunnugt um gefur Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti flokksins ekki kost á sér. Þá hefur Margrét Friðriksdóttir einnig ákveðið að segja skilið við pólitíkina, en hún var önnur á lista flokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.
Það má því búast við töluverðum breytingum á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosnar í maí nk. Eftirtaldir einstaklingar ætla að taka þátt í prófkjörinu, þeir eru í stafrófsröð:
Andri Steinn Hilmarsson, Axel Þór Eysteinsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Bergur Þorri Benjamínsson, Elísabet Sveinsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Hannes Steindórsson, Hermann Ármannsson, Hjördís Ýr Johnson, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Lilja Birgisdóttir, Ómar Stefánsson, Rúnar Ívarsson, Sigvaldi Egill Lárusson og Tinna Rán Sverrisdóttir
Það vekur nokkra athygli að Hermann Ármannsson, sonur Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra tekur þátt í prófkjörinu og einnig Ómar Stefánsson, sem sat m.a. í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Framsóknarflokkinn á sínum tíma.