1562 Þakkir

Í kosningunum síðastliðið vor völdu 1562 bæjarbúar að treysta okkur Pírötum fyrir stjórn bæjarins, eða meira en 11% kjósenda. Þetta var mikil bæting sem styrkti stöðu okkar í bæjarstjórn.

Við viljum gjarnan eiga í meiri tengslum við bæjarbúa en með kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum heyra hvað þið viljið sjá gerast í bænum okkar, hvaða stefnu bærinn ætti að taka í velferðarmálum, samgöngumálum, menntamálum og öðru sem er að gerast á vettvangi bæjarins. Við viljum vera ykkar rödd.

Til að svo megi verða þurfum við að heyra ykkar sjónarmið. Með það fyrir augum ætlum við að bjóða til fundar á Bókasafni Kópavogs þann 1. apríl næstkomandi klukkan 14:30. Þar ætlum við að segja ykkur frá hópnum sem stendur að starfi Pírata í Kópavogi og hvað við höfum verið að gera, áherslur okkar og það sem er framundan. Fyrst og fremst langar okkur þó að hitta ykkur og heyra frá ykkur.

Við höfum sýnt það með starfi okkar hingað til að við þurfum ekki að vera í meirihluta til að hafa áhrif. Við erum stolt af okkar árangri of því sem hefur áunnist ýmist í þverpólitískri samvinnu, með samstilltu átaki með öðrum fulltrúum minnihlutans eða af okkar eigin rammleik. Framundan er jafnframt markviss stefnumótun sem mun hafa áhrif á störf okkar út kjörtímabilið ásamt því að verða okkur leiðarljós í næstu kosningum. Þar stefnum við að sjálfsögðu að því að ná að mynda meirihluta byggðan á okkar málefnum, við viljum fá ykkur að borðinu við þessa stefnumótun þannig að fleiri raddir fái hljómgrunn.

Á fundinum verður oddviti Pírata og fulltrúar Pírata í hinum ýmsu nefndum einnig munu þingmenn Pírata láta sjá sig og taka þátt í umræðum.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins