1200 börn við störf í Vinnuskóla Kópavogs

Þá er sumarið skollið á og Vinnuskólinn í Kópavogi hefur hafið störf með sínum frábæru ungmennum. Að þessu sinni verða um 1.200 börn við störf í Vinnuskólanum. Eins og ávallt fá allir vinnu hjá Vinnuskólanum sem óska eftir því. Flestir nemendur komu til starfa í kringum 13. júní og það hefur verið mikið um að vera þessa fyrstu dag í starfinu . Ungmennin munu eins og alltaf sjá um að halda bænum okkar hreinum ásamt því sem margir af eldri nemendum skólans eru að störfum í stofnunum og félögum víðs vegar um bæinn.

Fræðsla nemenda um atvinnulífið er alltaf að skipa stærra hlutverk í starfi skólans. Í ár fá nemendur t.d. fræðslu frá ASÍ um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, umgengis fræðslu frá Sniglunum er varðar létt bifhjól og fræðslu um jákvæða hliðarverkanir tölvuleikjaspilana frá Rafíþróttasambandi Íslands. Auk þessa er Skógrækt Kópavogs, Hitt húsið og umhverfisfræðari Vinnuskólans með fræðslur.

Vinnuskólinn ætlar að bjóða íbúum að senda tölvupóst á [email protected] þar sem bent er á beð eða verkefni sem íbúar telja að þurfi yfirhalningu. Þegar ábending hefur borist verður beðið skoðað af starfsmönnum og sett í forgangsröðun Vinnuskólans.

Myndir. Ungmenni í Vinnuskólanum sl. mánudag, fyrir framan Fífunni, að gera allt klárt fyrir 17. júní hátíðarhöldin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar