10. bekkur Waldorfsskólans í fræðsluferð norður í Svarfaðardal.

Nú í upphafi skólaársins heimsóttu nemendur Waldorfskólans Lækjarbotnum Syðra-Holt í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð í tengslum við vistfræðilotu í skólanum. Bæjarstæðið er staðsett steinsnar frá Dalvík við Eyjafjörð fremst í Svarfaðardal. Innst í dalnum eða fremst í dalnum eins og það kallast á mállýsku heimamanna mótar fyrir tignarlegum þverhníptum fjöllum sem gnæfa yfir grænum dalnum. Það úir og grúir af fögrum bújörðum í dalnum og sumir bæirnir liggja yfir 200 metrum yfir sjávarmáli að sögn bóndans á Syðra-Holti.

Nemendur og kennarar fengu þann heiður að dvelja þarna í paradís tvo daga og kynnast lífrænni ræktun og moltugerð hjá heimafólki en bændur á Syðra-Holti stunda lífræna ræktun og vistrækt (Permaculture). Vistrækt er heildrænt hönnunarkerfi sem leitast við að líkja eftir náttúrunni við ræktun og matvælaframleiðslu og hefur að leiðarljósi sjálfbæra og umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og jafnvægis í samfélagi manna, plantna og dýra. Nemendur fengu fræðslu um hvernig á að nota matarafganga og lífrænan úrgang til að búa til moltu sem bætir jarðveg til áframhaldandi ræktunar ýmissa nytjaplantna án þess að tæta jarðveginn með tilheyrandi kolefnislosun. Einnig tóku nemendur virkan þátt í uppbyggingu skjólbeltis, með tilheyrandi lífrænni áburðargjöf, og gróðursetningu trjátegundanna aspar, reynis og víðis sem plantað var með reglulegu millibili og umhyggju í vel undirbúinn jarðveginn. Ferðin tókst vel í alla staði og lærðu nemendur sem og kennarar mikið af bændum í Syðra-Holti um lífræna ræktun, umhirðu og virðingu fyrir náttúrunni sem mun án efa gefa sig vel í áframhaldandi námi um vistfræði og flókið samspill náttúrunnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins