Oddskonur sigruðu stöllur sínar í Keili í spennandi vinkvennamóti

Oddskonur sigruðu stöllur sínar í Keili í spennandi vinkvennamóti í síðustu viku.

Oddskonur áttu flottan lokadag í tveggja daga vinkvennamóti við Keiliskonur og lokuðu sigri á heimavelli eftir að hafa verið naumlega undir eftir fyrri dag sem leikinn var á Hvaleyrarvelli og bikarinn verður því áfram hjá Oddskonum.

Oddskonur virðast hafa gott tak á vinkonum sínum í Keili því þetta var fimmti sigurinn í röð hjá Oddskonum, sem er vel að verki staðið. Frábær þátttaka var í mótinu og ekki síður í lokahófinu en þar mættu rúmlega 80 konur og skemmtu sér konunglega.

Úrslit mótsins voru:
Punktakeppni milli GO og GK (10 efstu konur í hvorum klúbb telja hvorn dag)

Oddskonur 722 punktar (363+359)

Keiliskonur 694 punktar (366+328)

Lægsta skor samanlagt báða dagana

Sigrún Sigurðardóttir GK 178 högg (85+93)

Punktakeppni:

Fyrsta sæti Elna Christel Johansen GK 79 punktar.

Annað sæti Ellen Sigurðardóttir GO 74 punktar.

Þriðja sæti Aldís Björg Arnardóttir GO 74 punktar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar