Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar 2021 í golfi

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG, gátu fagnað vel og innilega í gær þegar þau tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi, en þetta er í fyrsta sinn sem þau sigra á Íslandsmótinu.

Sannarlega frábær árangur hjá þeim félögum í GKG en Íslandsmótinu lauk í gær og fór það fram dagana 5.-8. ágúst. Leikið var á Jaðarsvell hjá Golfklúbbi Akureyrar, en þetta var í 18. sinn sem Íslandsmótið fer fram á Jaðarsvelli.

Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki.

Mynd golf.is. Hulda Clara og Aron Snær fagna Íslandsmeistaratitlinum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar