Aron Snær Júlíusson, GKG, fór upp um 60 sæti á heimslista áhugakylfinga í karlaflokki eftir sigurinn á B59 Hotel mótinu á Akranesi um s.l. helgi. Aron Snær er nú í sæti nr. 278 á heimslistanum sem er næst besti árangur hans frá upphafi. Hæst hefur hann farið í sæti nr. 261.
Alls eru 32 íslenskir kylfingar á heimslista áhugakylfinga í karlaflokki og meðal þeirra Hlynur Bergsson úr GKG, sem er í sæti nr. 877.
Hulda Clara í 370 sæti á heimslistanum
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er í sæti nr. 370 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki. Hún hefur hæst farið í sæti nr. 325. Alls eru 10 íslenskir kylfingar á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki.
Hulda Clara lék ekki á B59 Hotel mótinu sem fram fór um s.l. helgi á Akranesi.
Forsíðumynd: Arons Snær. Mynd: [email protected]