Björg bikarmeistari í fjallahjólreiðum

Bikarmótaröðinni í ólympískum fjallahjólreiðum fór fram á Akureyri núna í júní en þá fór 3. bikarmótið fram í Kjarnaskógi. Björg Hákonardóttir í Breiðabliki varð í 2. sæti þar en hún hafði áður unnið hin bikarmótin á Hólmsheiði og í Guðmundarlundi og stóð því uppi sem sigurvegari í mótaröðinni. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Bjargar í ólympískum fjallahjólreiðum en hún hafði áður orðið bikarmeistari í cyclocross og er núverandi Íslandsmeistari í þeirri grein.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar