Besti árangur Íslendings Aron Snær í 5. sæti á EM einstaklinga

Aron Snær náði frábærum árangri á EM einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, fremsti afrekskylfingur í GKG, náði stórkostlegum árangri á EM einstaklinga sem lauk sl. laugardag, en hann hafnaði í 5. sæti, aðeins tveimur höggum frá verðlaunasæti. Aron Snær lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallar, 67-69-70-65. Christoffer Bring frá Danmörku fagnaði Evrópumeistaratitlinum á -20 undir pari samtals.

Að öllum líkindum er hér um besta árangur Íslendings að ræða á þessu móti, en íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson náði 9. sæti tvisvar sinnum í kringum 1990.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar