Besti árangur Íslendings Aron Snær í 5. sæti á EM einstaklinga

Aron Snær náði frábærum árangri á EM einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, fremsti afrekskylfingur í GKG, náði stórkostlegum árangri á EM einstaklinga sem lauk sl. laugardag, en hann hafnaði í 5. sæti, aðeins tveimur höggum frá verðlaunasæti. Aron Snær lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallar, 67-69-70-65. Christoffer Bring frá Danmörku fagnaði Evrópumeistaratitlinum á -20 undir pari samtals.

Að öllum líkindum er hér um besta árangur Íslendings að ræða á þessu móti, en íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson náði 9. sæti tvisvar sinnum í kringum 1990.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins