Aron Snær og Ragnar Már í tveimur efstu sætunum

Aron Snær sigraði í karlaflokki á B59 Hotel mótinu í golfi á Akranesi á glæsilegu skori 

Aron Snær Júlíusson úr GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar) sigraði í karlaflokki á B59 Hotel mótinu á stigamótaröð GSÍ sem lauk í sl. sunnudag á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbburinn Leynir var framkvæmdaraðili mótsins en mótið telur á stigamótaröð GSÍ og heimslista. Aron Snær lék frábært golf alla þrjá keppnisdaga og endaði á 7 höggum undir pari vallar á 54 holum. Hann gerði atlögu að vallarmetinu á öðrum keppnisdeginum þegar hann lék á 6 höggum undir pari vallar. Liðsfélagi Arons úr GKG, Ragnar Már Garðarsson, endaði í öðru sæti á -4 samtals. Vel gert hjá þeim piltum í GKG.

Fimm efstu í mótinu voru: 

1. Aron Snær Júlíusson, GKG 209 högg -7 (72-66-71)
2. Ragnar Már Garðarsson, GKG 212 -4 (71-70-71)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM 213 högg -3 (70-72-71)
4.-5 Böðvar Bragi Pálsson, GR 214 högg -2 (74-69-71)
4.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 214 högg  -2 (72-70-72) 

Mynd: Aron Snær er annar frá vinstri og Ragnar Már annar frá hægri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar