Anna Júlía og Sigurður Arnar sigruðu á fjölmennasta meistaramóti GKG

Meistaramót GKG fór fram á dögunum og var það 28 í röðinni. Í röðinni. Alls voru skráðir 464 keppendur í mótið í 26 flokkum og luku 442 keppni. Þetta er langfjölmennasta meistaramót GKG sem haldið hefur verið. Á mótinu í fyrra voru keppendur 404, þ.e. 60 færri en í ár. Hjá körlum voru 2. og 3. flokkar fjölmennastir, en hjá konum voru flestar  3. flokki.  Nokkru færri keppendur eru nú í meistaraflokkunum en voru í fyrra og stafar það því, að nú eru ýmis landsliðsverkefni í gangi, sem ekki voru á síðasta ári.

Alls voru 369 keppendur sem kepptu á Leirdalnum og 95 sem kepptu á Mýrinni. Undanfarin ár hafa 101 kona keppt á meistaramótunum, eða um 25%, en í ár kepptu 143 konur eða um 31% keppenda. Hér er því um verulega fjölgun að ræða frá fyrri árum. Karlar voru 321 skráðir til leiks eða 69%.

Anna Júlía Ólafsdóttir vann meistaraflokk kvenna nokkuð örugglega en hún spilaði hringina fjóra á 306 höggum og er því Klúbbmeistari kvenna 2021. Þær nöfnur Ingunn Einarsdóttir og Gunnarsdóttir börðust um annað sætið. Þegar upp var staðið hafnaði Ingunn Einarsdóttir í öðru sæti á 321 höggi en Ingunn Gunnarsdóttir hafnaði í þriðja sæti á 325 höggum sem verður að teljast frábær árangur þar sem hún er komin 6 mánuði á leið.

Meistaraflokkur kvenna
 
1 Anna Júlía Ólafsdóttir 306
2 Ingunn Einarsdóttir 321
3 Ingunn Gunnarsdóttir 325
 
Mikil spenna var í meistaraflokki karla. En þar börðust þeir Úlfar Jónsson, Sigmundur Einar Másson og Sigurður Arnar Garðarsson um klúbbmeistaratitil karla. Spennan var mikil á lokahringnum og skiptust þeir þremenningar á forystuhlutverkinu. Þeir Sigmundur og Sigurður enduðu jafnir á 18. holu á 293 höggum og þurfti því bráðabana til að skera úr um hvor þeirra hlyti klúbbmeistaratitilinn. Spiluðu þeir 18. holuna í bráðabananum og var staðan hjá Sigmundi góð, átti hann eftir um 8 metra pútt eftir annað högg á meðan Sigurður endaði í  glompu. Sigurður átti hins vegar frábært högg upp úr glompunni og setti púttið niður fyrir pari á meðan Simmi lék holuna á skolla. Siguður Arnar Garðarson er því klúbbmeistari karla 2021. Sigmundur í öðru sæti og Úlfar Jónsson í þriðja sæti, tveimur höggum á eftir þeim köppum.

Meistarflokkur karla
1 Sigurður Arnar Garðarsson 293
2 Sigmundur Einar Másson 293
3 Úlfar Jónsson 295
 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar