GKG hefur tilkynnt eftirfarandi kylfinga sem skipa sveitir GKG í Íslandsmótum golfklúbba 22.-24. júlí.
Keppnin í ár fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (Sjórinn-Áin á Korpúlfsstaðavelli) og Golfklúbbi Mosfellsbæjar (Hlíðavelli).
Kvennasveit GKG skipa:
Anna Júlía Ólafsdóttir
Eva María Gestsdóttir
Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir
Ingunn Einarsdóttir
Ingunn Gunnarsdóttir
Karen Lind Stefánsdóttir
Katrín Hörn Daníelsdóttir
María Björk Pálsdóttir
Liðsstjóri/þjálfari: Ástrós Arnarsdóttir
Kvennasveitin sigraði árið 2013 og hafnaði í 3. sæti í fyrra.
Karlasveit GKG skipa:
Aron Snær Júlíusson
Breki Gunnarsson Arndal
Gunnlaugur Árni Sveinsson
Hlynur Bergsson
Jón Gunnarsson
Kristófer Orri Þórðarson
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson
Liðsstjóri/þjálfari: Andrés Jón Davíðsson
Í kvennasveitina koma þær Gunnhildur, Karen Lind og Katrín Hörn inn í A sveitina í fyrsta skipti, og þeir Breki og Gunnlaugur leika í fyrsta skipti með A sveitinni.
Karlasveitin hefur sigrað í keppninni sjö sinnum, þar af seinustu tvö ár.
Útlit er fyrir afar skemmtilega og spennandi keppni og væri gaman að sjá GKG-inga mæta á vellina og styðja okkar fólk.
Mynd. Aron Snær Júlíusson er í karlaliði GKG