4 milljónir mynda!

Ljósmyndarar Sporthero verða á ferðinni á Símamótinu

Það vita allir að góð ljósmynd getur gefið skemmtilega og góða upplifun auk fless sem hún er frábær minning eftir því sem árin líða. Jóhann Jóhannsson og félagar í Sporthero verða á ferðinni á Símamótinu með myndavélina á lofti eins og undanfarin ár. Þeir munu taka þúsundir fjölbreyttra og skemmtilegra mynda á mótinu sem þátttakendur og aðstandendur þeirra geta nálgast og keypt á staðnum eða á heimasíðunni, sporthero.is 
 
Það þekkja sjálfsagt margir Jóhann enda hefur hann mætt og myndað flest fótboltamót yngri flokka á síðustu árum, en fyrirtækið hans hefur flróast með tímanum og í dag er hægt að nýta myndina með fjölbreyttum hætti t.d. með því að láta prenta hana á stórt plakat, á sænguver, á forsíðu stílabókar, á bolla o.s.frv.

1,3 milljónir mynd inn á sporthero.is

Kópavogspósturinn byrjaði að spyrja Jóhann hversu lengi hann væri búinn að vera í þessu hlutverki, að mæta á mót og smella á myndum? ,,Mótin sem við höfum myndað á eru yfir 600 og ætla má að myndirnar séu um 4.000.000 þar af eru um 1.300.000 á heimasíðu okkar,” segir Jóhann. 
 
Og er þetta alltaf jafn gaman, að mæta á þessi mót og mynda fótboltasnillinga framtíðarinnar? ,,Að mynda framtíðarstjörnur okkur í íþróttum verður bara skemmtilegra með hverju árinu.” 
 
En hefur þetta þróast mikið hjá þér í gegnum árin, bæði vinnan við fletta og möguleikarnir sem þú býur upp á? ,,Þegar ég byrjaði var ég einn að mynda og vinna myndirnar. Í dag erum við 13 á Símamótinu og alltaf verða möguleikarnir fjölbreytilegri. Það styttist  einnig í það að ég kynna ýmsar skemmtilegar nýjungar.” 
 
Og myndin er vinsæl gjöf og þú getur m.a. sett hana á sængurverasett eða bolla? ,,Myndirnar frá okkur eru mjög vinsælar sem jóla- og afmælisgjafir. Nú síðustu 2 ár höfum við einnig verið að útbúa myndabækur með íþróttaferli barnanna fyrir fermingargjafir.” 
 
Og eru krakkarnir og foreldrar þeirra alltaf jafn áhugasamir að kaupa myndir? ,,Slagorð okkar er “Vertu þín eigin hetja” og það má segja að þegar stórt plakat er komið uppá vegg, verði litla hjartað risa stórt, jafnvel stóra hjartað líka,”  segir hann brosandi.

Skjóta yfir 30 þúsund myndum á Símamótinu

Símamótið er fjölmennasta kvennamótið ár hvert, hvað eru þetta margar myndir sem þið smellið á mótinu og náið þið yfirleitt myndum af öllum þátttakendum? ,,Við skjótum yfir 30.000 myndir á Símamótinu og náum við að mynda ca. 95% keppenda. Við þurfum því að mæta skipulögð til leiks til að ná að mynda allan þennan fjölda.” 
 
Eru þið svo marga klukkutíma að flokka myndirnar og finna mynd af öllum sem þið eruð með klárar daginn eftir? ,,Eftir fyrsta daginn þá erum við alla nóttina aðvinna myndirnar. Hina dagana er einnig lítið um svefn og því kærkomið að  skríða upp í rúm eftir mótið.” 
 
En það er tilhlökkun hjá þér að mæta á Símamótið og þú bíður sjálfsagt fyrir góðu veðri? ,,Sko…það er þæginlegra að mynda í logni og skýjuðu veðri en myndirnar verða svo miklu flottari í rigningu. Það verður svo mikið líf í myndunum og einstakt að geta keypt myndir í þannig aðstæðum sem enginn myndar með símanum sínum né myndavél,”  segir Jóhann sem hlakkar til Símamótsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar