Yogavitund opnar á Garðatorgi

Yogavitund er ný Yogastöð að Garðatorgi 7 í Garðabæ sem opnar í dag, föstudaginn 7. júlí, með fríum prufutíma kl. 13:30.

Yoga nærir mig bæði líkamlega og andlega

Eigandi Yogavitund er Anna María Sigurðardóttir, en hún er fædd og uppalin á Akranesi en flutti í Garðabæ fyrir 16 árum ásamt eiginmanni sínum og börnum. ,,Fimleikar er minn bakgrunnur sem ég stundaði af miklum krafti. Eftir að ég hætti í fimleikum fann ég aldrei þá hreyfingu sem ég leitaði eftir en fyrir 13 árum kynntist ég jóga og þar fann ég mig. Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér sem er erfitt að lýsa. Að iðka jóga nærir mig bæði líkamlega og andlega,“ segir hún og bætir við: ,,Að opna Yogavitund á Garðatorgi er mitt markmið og mín leið til að deila minni lífsreynslu sem hefur gert svo gott fyrir mig og gefið mér svo mikið, til annara. Jóga er ekki bara jóga heldur er það næring fyrir líkamann og sálina sem róar taugakerfið,“ segir hún og hvetur Garðbæinga að kynna sér hvað er í boði í Yogavitund á Garðatorgi. 

Aðstaðan er hlýleg og andrúmsloftið notalegt á Yogavitund á Garðatorgi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar