Í nóvember nk. býður Úrval Útsýn upp á yndislega ferð til Tenerife með 60 ára og eldri þar sem ferðalangar geta notið einstakrar náttúrufegurðar. Tenerife hefur upp á allt að bjóða sem bestu sólaráfangastaðir geta státað af, en það er hún Lóló sem ætlar að halda utan um hópinn og stýra ferðinni.
Í ferðinni mun Lóló halda úti mjög fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá, leikfimi, göngutúrum ásamt mörgum skemmtilegum uppákomum á meðan á dvöl stendur m.a. félagssvist. Þessar ferðir hafa oft selst fljótt upp enda er Tenerife þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Lóló hefur langa reynslu sem fararstjóri og því eru ferðalangar í góðum höndum hjá henni.
Þetta er spennandi ferð sem þú ert að fara í til Tenerife í nóvember og það verður nóg um að vera enda ýmislegt í boði?,,Já, Tenerife er yndisleg eyja sem gott er að dvelja á, dásamlegt loftslag með þessari góðu hafgolu. Ég er búin að vera með fjölmarga hópa þarna og allir hafa farið alsælir heim. Ég býð upp á alls kyns hreyfingu og skemmtilegheit,” segir Lóló í stuttu spjalli við Garðapóstinn.
Og það verður farið í nokkrar skoðunarferðir fyrir þá sem vilja, er margt áhugavert að skoða á Tenerife? ,,Já, boðið er upp á skemmtilegar ferðir fyrir þá sem vilja, hringferð í kringum eyjuna sem er mjög vinsæl og siglingu út í La Gomera eyjuna sem er mjög spennandi ferð.”
En svona yfir höfuð þá er dásamlegt að dvelja á Tenerife og ekki verra að geta valið úr viðburðum sem hægt er að taka þátt í? ,,Það er nóg í boði alla daga, hreyfing, sund minigolf o.fl., en það er hvergi skyldumæting fólk er jú í fríi og slökun og hvíld er stærsti parturinn af því.”
En hvernig er aðstaðan og hótelið sem þið bjóðið upp á og það er tvær dagsetningar í boði? ,, La Siesta hótelið býður upp á frábæran aðbúnað að öllu leyti og er á draumastaðsetningu 200 metrar niður að strönd og göngufæri í alls kyns veitingastaði og verzlanir,” segir Lóló, en fólk getur valið um 2 eða 3 vikna ferð.
Og þetta er ferð fyrir 60 ára og eldri, er þetta ekki skemmilegasti hópurinn til að ferðast með? ,,Að halda utanum hópa 60+ eru forréttindi. Fólk sem komið er til að njóta þess sem í boði er, en fyrst og fremst að njóta þessa hlýja loftlags og birtunnar.”
Svo ferðalangar munu snúa heim endurnærðir eftir skemmtilega dvöl og góðan félagsskap? ,,Jú, fólk kemur heim endurnært kátt og glatt og hlaðið af nýrri orku, tilbúið að takast á við daglega rútínu,” segir Lóló að lokum, en hægt er að bóka í ferðina á uu.is