Yfirkjörstjórn Garðabæjar veittur frestur til morguns

Eins og fram hefur komið hér á vefsíðunni, kgp.is, þá hefur M-listi Miðflokksins kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ til úrskurðarnefndar kosningamála.  Í kærunni er vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum. Yfirkjörstjórn Garðabæjar barst tilkynning um kæruna 20. maí sl. frá úrskurðarnefnd kosningamála og hefur yfirkjörstjórn Garðabæjar verið veittur frestur til þriðjudags 24. maí nk. að veita umsögn um kæruna.  

Mynd frá endurtalningu atkvæða í Garðabæ að ósk frá Garðabæjarlistans um endurtalningu, en eftir hana kom á daginn að hárrétt hefði verið talið eftir kosningarnar 11. maí sl. Nú er beðið eftir umsögn yfirkjörstjórnar Garðabæjar vegna kæru Miðflokksins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar