„Umslögin voru 381 sem við tókum upp og í þeim voru rúmlega átta hundruð tilboð,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ en sex starfsmenn Garðabæjar þurfti til þegar tilboð voru opnuð í byggingarrétt á lóðum í Hnoðraholti seint í gær. ,,Ég er að sjálfsögðu afskaplega glaður að sjá þessa miklu ásókn í hverfið, enda býður það upp á svo mikil lífsgæði og svo marga möguleika. Vinsælasta lóðin var einbýlishúsalóðin Skerpluholt 2, en í hana bárust yfir 50 tilboð,“ segir Almar.
Fjallað er nánar um opnun tilboða í byggingarrétt á lóðum í Hnoðraholti í Garðapóstinum sem berst íbúum Garðabæjar í fyrramálið.
Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ var ánægður með ásóknina í hverfið og fjölda tilboða