Yfir 1400 ungmenni skráð sig í vinnu

Sumarstörf ungmenna í Garðabæ 2021.

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri gerði grein fyrir umsóknum um sumarstörf ungmenna á síðasta fundi bæjarráðs.

Koma fram í máli hennar að deildarfjöldi umsókna 17 ára og eldri er 793 og þá hafa 612 skráð sig í Vinnuskólann. Verið er að ganga frá ráðningum og allir fá vinnu. Garðabær hefur fengið úthlutað 45 stöðugildum í 2,5 mánuði frá Vinnumálastofnun sem er liður í atvinnuátaki námsmanna. Samsvarar það til 79,7 stöðugilda í 87,5% starfi í 7 vikur. Umsækjendur þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 eða hafa verið skráðir í nám á vorönn 2021. Fram kom að sótt hefur verið um viðbótarstöðugildi til Vinnumálastofnunar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins