Sumarstörf ungmenna í Garðabæ 2021.
Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri gerði grein fyrir umsóknum um sumarstörf ungmenna á síðasta fundi bæjarráðs.
Koma fram í máli hennar að deildarfjöldi umsókna 17 ára og eldri er 793 og þá hafa 612 skráð sig í Vinnuskólann. Verið er að ganga frá ráðningum og allir fá vinnu. Garðabær hefur fengið úthlutað 45 stöðugildum í 2,5 mánuði frá Vinnumálastofnun sem er liður í atvinnuátaki námsmanna. Samsvarar það til 79,7 stöðugilda í 87,5% starfi í 7 vikur. Umsækjendur þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 eða hafa verið skráðir í nám á vorönn 2021. Fram kom að sótt hefur verið um viðbótarstöðugildi til Vinnumálastofnunar.