World Class sendir inn fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu – vilja byggja heilsulind í Sjálandi

Bæjarráð Garðabæjar tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Ránargrund 4 á Sjálandi. Erindið kemur frá Zeppelin arkitektum, fyrir hönd World Class.
 
Í erindinu koma fram hugmyndir um að stækka núverandi húsnæði með það að markmiði að opna annars vegar líkamsræktarstöð og heilsulind í viðbyggingu, og hins vegar veitingastað og veislusal í núverandi byggingu.
 
Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að rýna málið sérstaklega með hliðsjón af nokkrum mikilvægum þáttum, meðal annars þess að Arnarnesvogur, sem liggur í nágrenni lóðarinnar, er friðlýstur og þarf því að meta áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á umhverfið.
 
Einnig kemur fram að áformin gera ráð fyrir byggingarmagni umfram það sem kveðið er á um í gildandi deiliskipulagi fyrir Ása og Grunda. Breytingin myndi einnig ná út fyrir skilgreindan byggingarreit og hafa áhrif á lóð Ránargrundar 2.
 
Samhliða þarf að skoða og meta bílastæðaþörf og mögulega aukna umferð sem fylgja rekstri veitingastaðar og heilsulindar á svæðinu.
 
Erindinu hefur verið vísað til umhverfissviðs Garðabæjar til nánari skoðunar og úrvinnslu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins