Vortónleikar Garðakórsins, kórs eldri borgara í Garðabæ

Föstudaginn 20. maí verður Garðakórinn, Kór eldri borgara í Garðabæ, með tónleika í Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 17.00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og er um klukkustundarlöng.

Kórinn er stofnaður árið 2000 og ætlunin var að halda upp á 20 ára afmælið fyrir tveim árum en heimsfaraldurinn setti þar strik í reikninginn eins og hjá fleiri kórum. Nú er kórinn hins vegar kominn í gott form á ný og nýir félagar hafa bæst í hópinn.

Stjórnandi og undirleikari er Jóhann Baldvinsson.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar