Vökvun í rigningu?

Áhugi Gærbæinga á sumarblómum er mikill og eru það ánægulegar fréttir. Þessi mörg þúsund sumarblóma sem gróðursett eru á hverju ári fegra umhverfið talsvert.

Sumarblóm eru viðkvæmar plöntur með frekar litið rótarkerfi og kunna þær fæstar að lifa veturinn af hérlendis. Við njótum þeirra yfir hásumarið en þegar birta fer minnkandi og kuldi að gera vart við sig leggjast þeir ekki einungis í dvala heldur deyja þau flest. Blómin eru ræktuð í gróðurhúsum í litlum pottum. Í þessum litlum einingum (pottana) eru rætur plöntunnar sem eru lika munnur plöntunnar mætti segja. Ræturnar (sem eru margar og litlar) drekka vatn úr jarðveginum ef vatn er til staðar. Ef vatn er í of litlu magni fara blómin fyrst að slökkva á blöðunum, þau skrælna og verða brún og deyja þar næst deyja blómin líka. Þegar plantan „drekkur“ reynir hún lika að taka upp næringarefni sem eru henni mjög mikilvæg til að hún blómstri sem mest yfir þetta stutta lifstímabil. Vatnsþörf litlar plöntur og ný gróðursettar plöntur eru mun mikilvægari heldur en plöntur sem hafa fengið að vaxa á sama stað til margra ára. Ástæðan er sú að ræturnar stækka upptökusvæði rótarkerfisins og þannig geta þær fengið meira vatn og meiri næringu. Við vindasamar aðstæður sem við þekkjum vel hérlendis þornar plönturnar hraðar vegna aukinnar útgufunnar í gegnum blöðin.

Smá útskýring á rigningu. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum, 5 mm úrkoma jafngildir því að 5 mm lag af vatni hafi lagst yfir alla jörðina í námunda við úrkomumælinn. Þetta magn jafngildir 5 litrum á fermetra. (www.visindavefur.is) Þegar við sjáum í veðurkortum að rigning er 2,6 mm á sólahring þá er þumalputtareglan að vatn seytlist niður í góðum jarðvegi sem nemur 2,6 cm. Rótarkerfi blóma nær frá yfirborð jarðvegs og alveg niður í 15 cm dýpt, fer eftir tegund og ræktunaraðstæður (stærða potta sem blóm eru ræktuð í).

Þegar er verið að vökva blóm í rigningu er það gert til þess að tryggja að allan hluti rótarkerfisins fái vatn. Þar sem plöntur stækka og dreifa yfirhöfnina (blöðin og blómin) gefst úrkomunni minna tækifæri að ná níður undir plöntuna og ofan í jarðveginn heldur lekur það gjarnan til hliðar. Vökvunin sem fer fram í Garðabær er einnig alltaf bætt með auðleysanlegri næringu fyrir plöntunnar þannig að hún fái nóg að borða.

Njótið blómanna.
Bestu kveðjur
Starfsfólk garðyrkjudeildar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar