Vissu ekkert hvert þau voru að fara en enduðu í Paradís!

Það er flottur gönguhópur Félags eldri borgara í Garðabæ sem gengur alla morgna frá Jónshúsi í Sjálandi kl. 10 á morgnana.

Á þriðjudaginn í síðustu viku var hins vegar breytt út af vananum og boðið í óvissugöngu, sem heppnaðist líka svona glimrandi vel að sögn Kolbrúnar, eins göngugarpans í hópnum.

Það var 36 manna hópur sem hittist fyrir utan Jónshús áðurnefndan þriðjudag. Gengið var meðfram sjónum í átt að Álftanesvegi og fólk vissi eðlilega ekki hvert förinni var heitið nema forystusauður hópsins og voru allir svakalega spenntir.

Hópurinn gekk í 40 mínútur og endaði í Hrauntungu í Garðabæ þar sem Beggi og Pacas tóku á móti hópnum. Stemmningin var góð, margir brandarar sagðir og gestgjafarnir buðu upp á kaffi og veitingar í garðinum, enda veður mjög gott, sól allan tímann og göngugarparnir töluðu um að það væri eins og þeir væru komnir í Paradís.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar