Vissu ekkert hvert þau voru að fara en enduðu í Paradís!

Það er flottur gönguhópur Félags eldri borgara í Garðabæ sem gengur alla morgna frá Jónshúsi í Sjálandi kl. 10 á morgnana.

Á þriðjudaginn í síðustu viku var hins vegar breytt út af vananum og boðið í óvissugöngu, sem heppnaðist líka svona glimrandi vel að sögn Kolbrúnar, eins göngugarpans í hópnum.

Það var 36 manna hópur sem hittist fyrir utan Jónshús áðurnefndan þriðjudag. Gengið var meðfram sjónum í átt að Álftanesvegi og fólk vissi eðlilega ekki hvert förinni var heitið nema forystusauður hópsins og voru allir svakalega spenntir.

Hópurinn gekk í 40 mínútur og endaði í Hrauntungu í Garðabæ þar sem Beggi og Pacas tóku á móti hópnum. Stemmningin var góð, margir brandarar sagðir og gestgjafarnir buðu upp á kaffi og veitingar í garðinum, enda veður mjög gott, sól allan tímann og göngugarparnir töluðu um að það væri eins og þeir væru komnir í Paradís.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins