Vinsamlegast ekki fóðra fugla á opnum svæðum og göngustígum

Borið hefur á því í vetur að íbúar hafi borið brauðafganga og jafnvel matarafganga út á opin svæði og göngustíga í Garðabæ í þeim tilgangi að gefa fuglunum. Þetta er mjög óæskilegt, því þetta skapar óþrifnað í bænum og hænir að fuglalíf sem er óþarfi að laða að byggðinni s.s. hrafna og máva. 

Athugið að ekki er verið að mæla því mót að íbúar hugsi til smáfuglanna með brauðmolum og korngjöfum heima á lóðum.

Markmið okkar allra er snyrtilegur bær. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar