Vilyrði lá fyrir kaupunum

Vilja að Garðabær kaupi Akrakotslandið á 250 milljónir króna

Eigendur að 50% hlutar í landi Akrakotslands á Álftanesi (Mynd: sem er landið innan rauða reitsins) hafa komið á framfæri sölutilboði til Garðabæjar um kaup á þeirra hlut í Akrakotslandi, en í erindinu til bæjaryfirvalda kemur einnig fram að samhljóða erindi verði sent á bæjaryfirvöld af hálfu þeirra aðila sem eiga hinn 50% eignarhlutinn í Akrokotslandi. Samkvæmt deiliskipulagi Garðabæjar er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á Akrakotslandi.

Skaðabótamál var höfðað gegn bæjaryfirvöldum á Álftanesi

Í erindinu kemur fam að óþarfi sé að fjölyrða að svo stöddur um samskipti eigenda Akrakots gagnvart bæjaryfirvöldum í Garðabæ, fyrst gagnvart sveitarfélaginu Álftaness og síðar Garðabæ eftir sameiningu sveitarfélaganna tveggja. ,,Mál þetta á sér langan aðdragana og má rekja formleg samskipti til ársins 2007, þegar vilyrði lá fyrir um kaup sveitarfélagsins Álftaness á Akrakoti og sölutilboð var sent sveitarfélaginu þar af lútandi. Þá var höfðað skaðabótamál gegn sveitarfélaginu haustið 2008 og matsgerða aflað, en sökum réttarfarslegra atriða var málið fellt niður í lok árs 2012. Í framhaldinu, af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, hafa eigendur Akrakots kallað eftir efndum og afstöðu Garðabæjar,“ segir í erindinu og er meðal annars vísað til bréfa eiganda Akrakots Garðabæjar árið 2013 og 2017, þar sem málið var rakið í stórum dráttum.

Ekkert orðið af efndum sveitarfélagsins

,,Það skal ekki dregin dula yfir það að eins og málið horfir við eigendum Akrakotslands hefur ýmsu verið haldið á lofti, lýst yfir eða lofað í samskiptum í gegnum tíðina, en ekkert orðið um efndir af hálfu sveitarfélagnna, þ.á.m. yfirlýstur vilji Álftanes á sínum tíma um kaup á landinu og síðar sáttamiðlun Garðabæjar í tengslum við gerð nýs aðalskipulags, sem fram kom á fundi 30. ágúst 2013.“

Matsmaður metur landið á kr. 250.000.000,-

Fram kemur í erindinu að eigendur landsins hafa í hyggju að selja það og marsverðið sé 250 milljónir króna fyrir allt landið. Við undibúning þeirra vegferðar var aflað mats á markaðsverði eignarinnar af löggiltum fasteignasala í byrjun janúar í ár. Eigendur segja að matsgjörðin tali sínu máli, en niðurstaða matsmanns er að líklegt söluverð eignarinnar í heils sinni sé um kr. 250.000.000,- ,,Telja verður niðurstöðu matsins ver í nokkru samræmi við fyrri möt sem aflað hefur verið vegna málsins,“ segir í erindinu en þau möt voru gerð árin 2007, 2009 og 2010.

Verðmatið hóflegt miðað við framtíðarmöguleika Akrakotslands

,,Fyrri möt bera að vissu leyti merki um efnahagsástandið fyrir og eftir efnahagshrunið 2008, en þegar tekið er tillit til hækkana á fasteignamarkaði síðastliðin ár, nýrra byggingarsvæða í jaðri höfuðborgarsvæðisins og þeirra framtíðarmöguleika sem Akrakotslandið býður upp á, verður að telja meðfylgjandi verðmat frá 7. janúar sl. vera hóflegt.“

Ef tilboðinu verður hafnað og/eða ekki svarað, er stefnt á sölu landsins til áhugasamra fjárfesta

Eigendur að 50% hluta í Akarakotslandi hafa því boðið Garðabæ sinn hlut til kaups á kr. 125.000.000,- Og eins og kom fram þá verður sent samhljóða erindi af hálfu lögmanns þeirra aðila sem eiga 50% eignarhlut á móti um kaup á þeirra hlut á sama verði. ,,Ef tilboðinu er tekið þá er nánari útlistun einstakra samningsskilmála samkomulagsatriði. Ef tilboðinu verður hafnað og/eða því ekki svarað, er stefnt á sölu landsins til áhugasamra fjárfesta.“

Ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á Akrakotslandi

Tilboðið rann út sl. föstudag og Garðabær svaraði eigendum og bauð upp á viðræður við þá, en ekki er gert ráð fyrir að byggt verði á Akrakotslandi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar