Villtar viðgerðir í Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 20. ágúst verður ókeypis smiðja fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafni Íslands. Það er textíllistakonan Ýr Jóhannsdóttir, Ýrúrarí, sem leiðbeinir þátttakendum að gera við ónýtar peysur eða peysur sem mega við andlitslyftingu. Gestir eiga að taka með sér flík en efniviður til viðgerða verður á staðnum þó sannarlega sé velkomið að taka með sér efni til viðgerða. Sýning á peysum Ýrúrarí stendur nú yfir í safninu en henni lýkur sunnudaginn 27. ágúst en þann dag verður einnig boðið uppá viðgerðasmiðju sem hefst kl. 13.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar