Hvetur til þess að farið verði í frekara útboð á rekstri Strætó

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar ræddi minnisblað Strætó bs. varðandi aukið rekstrarframlag á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og hvatti hún stjórnarmenn bæjarstjórnar Garðabæjar í stjórn Strætó og stjórn SSH til þess að tala fyrir og ýta á eftir því að farið verði í frekara útboð á rekstri Strætó í sérstakri bókun. ,,Kominn er tími á endurnýjun vagna og rekstur stoðþjónustu við Strætó er dýr. Í ljósi fjárhagsstöðu Strætó sýnir það hversu brýnt það er að fara í þessa aðgerð fyrr en seinna,“ segir í bókun Söru Daggar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar