Íþrótta- og tómstundaráð leggur það til við bæjarstjórn að taka stærra svæði við Vífilsstaði undir frisbívöllinn þannig að hann beri í heildina 18 holur, í stað 9, til keppni ef svo ber undir.
Sá völlur verður opinn almenningi til notkunar allt sumarið/árið eins og sá völlur sem þar er núna. Stækkun vallarins er í austur átt , en fyrir liggur að hluti svæðisins hefur áður verið nýtt sem beitiland fyrir hesta á vegum Reiðskólans Hestlífs sem er starfræktur á íþróttasvæði Spretts á Kjóavöllum. Sá samningur er ekki lengur í gildi og því tækifæri til að stækka frisbívöllinn upp í 18 “holur”. Kostnaður við þessa stækkun er um 3 milljónir króna.
Myndirnar eru frá ágúst 2018 þegar frisbígolfvöllurinn var tekinn í notkun og gaman að rifja upp hversu flotta takta núverandi bæjarfulltrúar, Björg Fenger, Sara Dögg Svanhildardóttir og Sigríður Hulda Jónsdóttir, sýndu við það tækifæri!


