Viðtökurnar hafa verið einstakar – stærsta áskorunin er að fá fleiri bíla

Rafbílavæðingin skipar stærri sess á Íslandi með hverju árinu sem líður og neytendur leita sífellt meira að hreinni, hljóðlátari og tæknivæddari samgöngmátum.

Byd tekið fram úr Tesla í sölu

Fyrirtækið Vatt ehf. hefur á síðustu árum vakið athygli fyrir innflutning á metnaðarfullum rafbílum frá vörumerkjum á borð við BYD, Maxus og Aiways, bílum sem hafa þegar skapað sér traust á heimsvísu og nú hefur BYD, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, tekið fram úr Tesla í sölu, en samkvæmt frétt CNN á dögunum jókst sala félagsins um 29 prósent. Á árinu tókst BYD að afhenda um 4,27 milljónir bíla á meðan Tesla afhenti 1,79 milljónir bíla.

Garðapósturinn settist niður með Garðbæingnum Úlfari Hinrikssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Vatt ehf til að forvitnast um hvernig þetta ferðalag hófst, hvaða framtíðarsýn hann hefur fyrir íslenskan rafbílamarkað og hvaða bíl hann mundi helst vilja keyra.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að stofna Vatt og einbeita ykkur alfarið að rafbílum? ,, Forsagan er sú að við höfum í áratugi verið í sambandi við RSA group í Noregi sem hefur verið innflytjandi á Suzuki í Noregi. Á fundum með þeim komu fram áhyggjur okkar á því að Japanir væru helst til seinir í rafbílavæðingunni en Kínverjar á fullri ferð í framleiðslu áhugaverðra rafbíla. Norðmennirnir ákváðu að fara á fullt í að leita að góðum rafbílum í Kína og við fengum að fljóta með.”

,,Við teljum að BYD sé einfaldlega fremstir í flokki á heimsvísu,“ segir Úlfar um BYD bílana sem hafa tekið fram úr Teslu í sölu.

Hvað heillaði ykkur við vörumerkin BYD, Maxus og Aiways? Hvernig fóruð þið að því að fá þau til landsins og hvað getið þið sagt lesendum um þessi merki? ,, Það kom fljótt í ljós að BYD stefndi að því að verða stærstir í Kína og mjög líklega í heiminum. Norðmennirnir fengu eftir mikla vinnu að verða test markaður fyrir BYD í Evrópu og í framhaldi af því var gerður dreifingarsamningur fyrir Noreg og Ísland,” segir hann og bætir því við að Maxus sé hluti af SAIC samstæðunni, stærsta bílaframleiðanda í Kína. ,,Maxus einbeitir sér aðallega að atvinnubílum. RSA var komið með umboð fyrir þá í stórum hluta norður Evrópu og ákváðum við að verða hluti af því. Aiways höfum við flutt inn frá umboðsaðila þeirra í Danmörku.”

BYD orðinn stærsti rafbílaframleiðandi í heim

BYD hefur hlotið mikla athygli á heims vísu, hvernig hafa íslenskir neytendur tekið þessum bílum? ,,BYD er nú þegar orðinn stærsti rafbílaframleiðandi í heimi og hefur áhugi Íslendinga ekki látið á sér standa. Okkar stærsta vandamál í dag er að fá nógu marga bíla til að selja þar sem viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar.”

Og nú hefur BYD tekið fram úr Teslu er kemur að sölu rafmagnsbíla og í raun mjög veglega – hvernig stenst BYD, Maxus og Aiways kröfurnar við samkeppnisaðilana á markaðnum – hvað er það sem er að gefa BYD auka forskot á Teslu? ,,Við teljum að BYD sé einfaldlega fremstir í flokki á heimsvísu.”

Drægnin er með því besta sem gerist

Og BYD, Maxus og Aiways eru góðir við íslenskar aðstæður, eins og kulda, snjó og grýtta vegi og eru þeir með góða drægni? ,,Blade Litíum-járnfosfat rafhlaðan sem BYD hefur þróað er einstaklega góð í köldu loftslagi og hentar því mjög vel við okkar aðstæður. Drægnin er með því besta sem gerist.”

Hvað með varahluti og þjónustu fyrir þessa bíla hér á landi? Hver þjónustar þessa bíla og hvar fer ástandsskoðun fram? ,,Þjónustan við rafmagnsbíla Vatt ehf. er hjá Suzuki bílum hf. og þjónustuaðilum Suzuki á landsbyggðinni.”

En hvernig sérðu fyrir þér rafbílamarkaðinn á Íslandi þróast á næstu 5 árum og eru rafbílarnir í stöðugri og hraðri þróun? ,,Rafbílar eru í hraðri og stöðugri þróun og við væntum að eftir 5 ár verðum við á svipuðum stað og Norðmenn eru í dag þar sem sala á rafbílum er u.þ.b. 97% af heildarsölu nýrra bíla.”

BYD Sealion 7 áhugaverðastur í dag

Hvað með þig sjálfan, hvaða bíll er í uppáhaldi hjá þér þegar kemur að Byd? ,,Sá bíll sem er áhugaverðastur í dag er BYD Sealion 7, en sjálfur ek ég um á BYD Han.”

Hver er svo draumabíllinn þinn og þarf hann að vera rafmagnsbíll? ,,Það eru margir fornbílar sem gætu verið draumabílar mínir t.d. 1963 Jaguar E-type blæjubíll en hann notar aðeins bensín.”

Hvaða ráð mynduð þið gefa þeim sem eru að kaupa rafbíl í fyrsta sinn? ,,Skoða hver er raunveruleg þörf, fólk er oft með óþarfan drægnikvíða og kaupir stundum óþarflega stóran og öflugan bíl.”

Og ef bæjarbúar vilja kynna sér bílana frekar þá er bara að mæta í sýningarsalinn til ykkar í Skeifunni? ,,Já, það eru allir velkomnir til okkar í Vatt, Skeifunni 17 til að skoða úrvalið og reynsluaka,” segir Úlfar að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins