Viðburðaríkar vikur eldri borgara

Félag eldriborgara í Garðabæ heldur úti mjög fjölbreyttu starfi. Yfirstandandi ár hefur einkenst af útivist, hreyfingu og félagslegri samveru.

Síðustu vikur hafa verið mjög viðburðaríka. Í fyrri viku hélt kátur og hress hópur í tveggja daga ferð um Suðurland. Mjög vel heppnuð ferð, veðrið lék við okkur og skoðuðum Þingvelli, Skálholt. Tómataræktun í Frið-heimum, Gullfoss og keyrðum um Brúarhlöð og gistum á Selfossi. Skoðuðum miðbæinn, hittum Félag eldriborgara á Selfossi. Fræddumst um jarðhræringar á Eldfjallasetrinu á Hvolsvelli og enduðum í kvöldverð á Matkránni í Hveragerði. Og auðvitað var tekið lagið. Skálholtskirkja ómaði af söng og sungum Heyr Himna Smiður.

Glæsileg handverksýning í Jónshúsi

Nýlega var mjög vegleg sýning í Jónshúsi á handverki sem unnið er af félögunum. Nokkrir félagar sýndu Zúmbadans á meðan á sýningunni stóð. Og Garðakórinn kom í Jónshús á meðan á sýningunni stóð og söng við afar góðar undirtektir. Um þessar mundir eru flestum námskeiðum á vegum félagsins að ljúka.

Sumarhátíð og ferðalög framundan

Framundan er svo Þjóðahátíðin með leikskólanum Sjálandi en þá gleðjumst við saman bæði
eldri og yngri og eigum saman góða stund.

Í sumar eru svo fyrirhugaðar nokkrar ferðir t.am. dagsferð í Stykkishólm og ein styttri ferð. Í undirbúningi er svo ferð erlendis og er verið að skoða ferð til Lissabon í haust.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar