Við eigum enn fleiri tækifæri til að styrkja Garðatorg – segir Almar Guðmundsson bæjarsjóri

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ kynnti málefni Garðatorgs og fyrirhugaða uppbyggingu á torginu á fundi bæjarráðs í gær, en gerð hafa verið drög að verkefnislýsingu vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar, sem eru í skoðun í skipulagsnefnd. Jafnframt er í vinnslu viljayfirlýsing milli eigenda Garðatorgs 1 og Garðabæjar um uppbyggingu á svæðinu, en á Garðatorgi má m.a. finna Hönnunarsafn Íslands, Bónus og Gróskusalinn.

„Ég er mjög ánægður að sjá hvernig Garðatorgið hefur þróast og þeim fjölgar alltaf sem eiga erindi á torgið. Hér er fjölbreytt og góð þjónusta, allt frá heilbrigðisþjónustu yfir í snyrtingu, fataverslanir, matsölustaði, blússandi menningu og líkamsrækt. Og auðvitað margt fleira. Við vitum samt að við eigum enn fleiri tækifæri til að styrkja svæðið og nú undirbúum við samstarf við fasteignafélagið Heima, sem er eigandi Garðatorgs 1, um uppbyggingu. Við munum líka ræða áfram við verslunareigendur og íbúa á svæðinu til að þétta raðirnar og samræma sýnina til framtíðar,” sagði Almar við Garðapóstinn.

Mynd. Á Garðatorgi 1 er m.a. að finna Hönnunarsafn Íslands, Bónus og Gróskusalinn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar