Verkfall í hefst í Garðaskóla 25. nóvember hafi samningar ekki náðst

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands rétt í þessu, en um 615 nemendur í 8. til 10. bekk stunda nám í Garðaskóla.

„Verkfall við Garðaskóla er tímabundið og hefst 25. nóvember næstkomandi og stendur til 20. desember, hafi samningar ekki náðst. Aðgerðir í níu skólum hefjast 29. október og í tíunda skólanum 11. nóvember,“ segir í tilkynningunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar