Verður hægt að kaupa viskí, gin og brennivín í Lyngási?

Bæjarráði Garðabæ barst bréf frá sýslumanni á Suðurlandi á síðasta fundi sínum varðandi beiðni um umsögn vegna umsóknar Eimverks ehf. um leyfi til sölu áfengis frá framleiðslustað.

Í bréfinu er farið fram á umsögn vegna umsóknar Eimverks ehf. um leyfi til sölu áfengis frá framleiðslustað að Lyngási 13 í Garðabæ en Eimverk selur með annars viskíið Flóka, Vor gin og Víti brennivín.

Verið er að vinna að frekari gagnaöflun og var afgreiðslu frestað að svo stöddu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar