Vera Rut Ragnarsdóttir

Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.

Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir? Ég heiti Vera Rut og óska eftir 4. sæti. Ég bý ásamt Jóni Hilmari og dóttur okkar Aríönnu Elínu, fjögurra ára í Urriðaholti.

Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og langar að láta gott af mér leiða. Frá því að ég flutti aftur heim í Garðabæ hef ég starfað í stjórn Sjálfstæðisfélagsins. Það er búið að vera gott að starfa í grasrótinni og kynnast því starfi.

Af hverju býður þú þig fram? Ég er alin upp í Garðabæ og þekki það vel af eigin raun hvernig leikskóla-, skóla-, félags- og íþróttastarf er í bænum okkar. Garðabær er sístækkandi bæjar-félag og þarfir bæjarbúa mis-munandi.

Hverjar eru þínar helstu áherslur? Við þurfum að hlúa vel að grunnþjónustu bæjarins og fara í stafræna umbreytingu á öllum sviðum hjá bænum. Það skilar sér í fjárhagslegum ávinningi með betri tímanotkun starfsfólks og betri þjónustu við notendur. Efla þarf tengingar á milli bæjarhluta fyrir alla samgöngumáta. Mál barnanna eru mér afar hugleikin, leikskóla- og skólamálin, íþrótta- og tómstundastarf, forvarnarstarf og allt sem létt getur börnum og foreldrum lífið. Leyfum börnum og ungmennum að hafa áhrif á umhverfi sitt, tökum reglulegt samtal við þau um það hvernig þau vilja hafa umhverfið sitt og leyfum þeim að vera partur af uppbyggingu.

Með stækkandi samfélagi þarf líka að bæta upplýsingaflæði til íbúa. Þannig aukum við líka samtalið og ákveðin væntingastjórnun á sér stað með samtalinu.

Það væri gaman að efla bæjargarðinn til að fólk geti komið þar saman og átt góðan dag. Frekari uppbygging stíga og útivistarsvæða í upplandi Garðabæjar er spennandi verkefni, þar getum við horft norður á Akureyri og það sem gert hefur verið í Kjarnaskógi sem er heillandi áfangastaður fyrir alla.

Bakgrunnur og reynsla mín af störfum með Sjálfstæðisfélaginu veitir mér skilning hvar áherslur Sjálfstæðisfólks í Garðabæ liggja og mun koma til með að nýtast mér vel sem bæjarfulltrúi.

Ég hef margar hugmyndir fyrir bæinn og langar að koma þeim í framkvæmd. Það er vissulega best að búa í Garðabæ, hér má þó margt gera enn betur og ég vil hjálpa við þá framkvæmd.

Ég óska ég eftir stuðningi í 4. sætið í komandi prófkjöri. Hægt er að lesa meira um mig á verarut.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar