Velkomin á lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Hin árlega lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ verður haldin á morgun, þriðjudaginn 23. júlí nk. kl. 17-22, en þá fara fram jölbreyttir viðburðir sem marka lok Skapandi sumarstarfa sumarið 2024. Lokahátíðin fer að mestu fram í Ríósal á Garðatorgi 3 en einnig í sal Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 20.

Lokahátíðin hefst kl. 17 með viðburðum á Garðatorgi í hinu svokallaða Betrunarhúsi þar sem Ríó- og Gróskusalur eru til húsa. (Gengið inn af göngugötunni á Garðatorgi 3 upp á 2. hæð)

Mynd og tónverk, myndlist, tónlist, dans og þáttagerð er það sem hópar og einstaklingar hafa unnið að í sumar en dagskráin fer öll fram á Garðatorgi að undanskildum tónleikum gítarleikarans Matthíasar Helga sem fara fram í Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi.

Um Skapandi sumarstörf í Garðabæ

Skapandi sumarstörf eru starfrækt yfir sumartímann ár hvert í Garðabæ. Þar gefst ungu fólki kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum.

Fylgist með Skapandi sumarstörfum á Facebook og Instagram til að kynnast stórglæsilegu hópunum sem vinna hart að verkefnunum sínum í sumar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar