Velkomin á Änglamark-daga Nettó

Änglamark-dagar hófust í gær í Nettó standa þeir til 10. mars, en þeir eru hugsaði til að kynna þetta uppáhalds græna vörumerki Skandinava betur fyrir Íslendingum. Allar Änglamark-vörur verða með 25% appslætti þessa daga.

„Við ákváðum að hafa Änglamark-daga í ár til að vekja athygli á þessu merki en allar vörurnar frá Änglamark eru lífrænar og umhverfisvænar,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó. „Í Nettó fást hátt í 300 vörur frá Änglamark.“

Matvörurnar frá Änglamark eru mjög vinsælar en Kristjana Steingrímsdóttir – Jana heilsukokkur – notar þær t.d. mikið í sína rétti. Fjölskyldufólk heldur mikið upp á barnavörurnar, eins og bleyjur, blautþurrkur og kuldakrem, sem henta viðkvæmri barnahúð sérstaklega vel á þessum árstíma.

Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó segir að hátt í 300 vörur frá Änglamark fáist í Nettó

Vinsælasta græna vörumerkið

Vörurnar hafa verið vinsælar á hinum Norðurlöndunum um langt skeið en neytendur í Svíþjóð hafa t.d. útnefnt Änglamark sem grænasta vörumerkið 12 ár í röð. Norsku neytendasamtökin (Forbrukerrådet) prófar gæði og virkni sólarvarna og annarra efna reglulega og sólarvörnin frá Änglamark er meðal þeirra sem hefur komið best út í síðustu fjórum prófunum.

Húðvörurnar og hreinsivörurnar frá Änglamark virka vel og fara um leið vel með húðina og umhverfið. Þær eru án astma- og ofnæmisvaldandi efna, án allra litar- og ilmefna og efna sem raska hormónabúskapnum. Þær eru framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum og eru Svansvottaðar.

25% appsláttur á Änglamark-dögum

Á Änglamark-dögum, 29. febrúar til 10. mars, verða allar Änglamark-vörur með 25% appslætti í öllum verslunum Nettó og á netto.is. Það þýðir að notendur Samkaupaappsins fá 25% vöruverðsins til baka sem inneign.

Ef þið notið appið ekki nú þegar er kjörið tækifæri að sækja það í App Store eða Google Play og taka þátt í Änglamark-dögum. Notendur safna ekki aðeins inneign með auglýstum appsláttum heldur fá þeir 2% af andvirði allra vara í hvert skipti sem þeir versla í Nettó eða öðrum verslunum Samkaupa til baka sem inneign.

Hvert er þitt uppáhalds Änglamark?

Hverjar ætli uppáhalds vörur Helgu Dísar séu? „Möndlumjólkin – mér finnst þetta besta möndlumjólkin – og svo elska ég sápurnar, sturtusápuna til dæmis, af því að ég er svona exempési. Ég hef líka notað kuldakremið síðustu daga af því að ég er með exemhúð. Ég hef sett það á mig áður en ég fer í sund og út að labba með hundinn og … guð minn góður! Ég finn svo mikinn mun! Svo elska ég perurnar. Änglamark lífrænu perurnar. Og granólað, líka.“

Helga Dís hvetur lesendur til að koma í Nettó, kynna sér úrvalið af Änglamark-vörum, uppgötva sínar uppáhalds vörur og segja frá þeim. „Verið velkomin á Änglamark-daga!“

Zatar-grillað grasker með jógúrtsósu og grilluðum kasjúhnetum

Uppskrift frá Jönu heilsukokki. Í uppskriftina notar hún hráefni frá Änglamark.

• 1 grasker (butternut squash)
• 3 msk. ólífuolía
• 1 msk. zatar (kryddblanda)
• Salt, pipar og chili flögur
• 1/3 bolli granateplafræ
• 1/3 bolli döðlur, skornar í litla bita
• 10 g fersk steinselja, söxuð
• 10 g ferskt kóríander, saxað

Skerið graskerið í teninga (ég hef hýðið á en þvæ það vel og fræhreinsa). Penslið með olíu, kryddið og grillið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 20–25 mín.

Grillaðar kasjúhnetur með nigella-fræjum og karrí

• ½ bolli kasjúhnetur
• ½ msk. ólífuolía
• 1 tsk. karrí
• 1 tsk. nigella-fræ

Setjið allt í skál og hrærið. Setjið síðan í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 5 mín. (passið að hneturnar brenni ekki). Það er frábært að gera stærri skammt og eiga út á salöt.

Jógúrtsósa

• ½ bolli grísk jógúrt
• 1 lítið hvítlauksrif
• 2 tsk. zatar-kryddblanda
• 1 tsk. hlynsíróp
• Safi úr ½ sítrónu
• Salt og pipar

Allt sett í skál og hrært saman.

Setjið graskerið í fallega skál, hellið svolítilli jógúrtsósu yfir og stráið síðan kasjúhnetunum, granateplafræjunum, döðlum og kryddjurtunum yfir. Frábært eitt og sér eða sem meðlæti með flestum mat.

Forsíðumynd: Jana heilsukokkur notar mikið vörurnar frá Änglamark mikið í sína heilsurétti

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar