Rétt í þessu hófst fræðslu- og upplýsingafundur vegna máva fyrir íbúa Garðabæjar í Sjálandsskóla og er fundurinn mjög vel sóttur enda hefur töluverð óánægja skapast meðal hluta íbúa í ákveðnum hverfum bæjarins vegna ágangs sílamáva, sem að mati íbúa hefur aukist undanfarin ár og valdið óþægindum.
Samkvæmt íbúum er töluvert mávavarp t.d. í Sjálandshverfi og öðrum hverfum í bænum. Mávar hafa möguleika á að leita sér skjóls á húsþökum sem víða eru flöt og sum hver með stórum steinum sem gera heppilegan varpstað.
Fundarstjóri err Stella Stefánsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri opnaði fundinn.
Á fundinum verður Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur frá Verkís, með fræðsluerindi og í lok fundarins geta fundargestir borið fram spurningar, en þeir Magni Konráðsson meindýraeyðir og Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur munu sitja fyrir svörum.
Mynd: Almar Guðmundsson bæjarsjtóri í Garðabæ opnaði fundinn.