Vel sótt páskabingó í Hofsstaðaskóla

Páskabingó foreldrafélagsins í Hofsstaðaskóla var haldið í þar síðustu viku og var afar vel sótt. Vinningar voru veglegir og reyndust sumir heppnari en aðrir. Það er þó aldrei svo að allir fái vinning en greinilegt var að allir skemmtu sér vel. Þeir feðgar Pétur Jóhann og Jóhann Berg stýrðu samkomunni af miklu öryggi. Vaskur hópur bekkjarfulltrúa og stjórn foreldrafélagsins sá um viðburðinn. Foreldrar sameinuðust um að safna viningum. Bingóið er fjáröflun og hefur skólinn notið góðs af.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar