Vel heppnuð listasmiðja hjá Grósku

Myndlistarmenn í Grósku stóðu fyrir listasmiðju og máluðu saman í Gróskusalnum sl. laugardag. Ýmsir góðir gestir heimsóttu Grósku og tóku þátt í sköpuninni.

Gróska er félag myndlistarmanna í Garðabæ sem stendur fyrir allmörgum sýningum og viðburðum á hverju ári, auk þess sem boðið er upp á námskeið og ýmislegt fleira sérstaklega fyrir félaga. Allir 18 ára og eldri sem fást við myndlist og búa eða vinna í Garðabæ geta gengið í félagið.

Upplýsingar fást á netfanginu [email protected] eða gegnum facebooksíðu félagsins.
https://www.facebook.com/groska210/
https://www.instagram.com/groskamyndlist/

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar