Vel heppnuð aðventuhátíð

Óhætt er að segja að góð stemning hafi einkennt aðventuhátíð Garðabæjar sem fór fram á Garðatorgi sl. laugardag.

Hátíðin hófst með Barnakór Vídalínskirkju en síðan hélt tónlistardagskrá áfram á litlu sviði á Garðatorgi 4 en fram komu þær Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og Bryndís Magnúsdóttir sem kalla sig Garðasystur. Þá komu einnig fram þeir Matthías Helgi Sigurðarson og Einar Örn Magnússon. Handverksmarkaður og matarmarkaður slógu sannarlega í gegn meðal gesta sem eflaust hafa keypt ýmislegt til jólanna. Á Hönnunarsafni Íslands var margt um manninn en þar gátu gestir gert sína eigin merkimiða en á Bókasafni Garðabæjar safnaðist fólk saman til að búa til jólakúlur úr endurunnum bókum og tímaritum. Þá var boðið upp á jólasöngleik á bókasafninu sem gladdi marga. Jólaball með jólasveinum fór svo fram á Garðatorgi 7 og allir tóku undir í söng og dansi í kringum tréð. Hátíðinni lauk með fallegum tónum Blásarasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar við fallega jólatréð á Garðatorgi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar