Að óbreyttu verður stígandi á verkfallsaðgerðum BSRB frá deginum í dag, 5. júní, samkvæmt aðgerðaráætlun BSRB sem mun skerða þjónustu leikskóla í Garðabæ í svipuðum mæli og undanfarnar vikur.
Vegna verkfallsaðgerða í leikskólum í Garðabæ falla leikskólagjöld og matargjald barna niður þær stundir sem börnin geta ekki mætt í skólann, þ.e. þegar vistunartími barnanna er skertur eða ekki er unnt að bjóða upp á hádegismat. Kostnaður verður endurgreiddur til foreldra með næstu leikskólagjöldum.
Sundlaugar lokaðar og íþróttaæfingar falla niður
Sundlaugar í Garðabæ verða lokaðar í komandi verkfallsaðgerðum, bæði í Ásgarði og Álftanesi. Það sama gildir um íþróttamiðstöðvarnar í Ásgarði og v/Breiðumýri á Álftanesi og falla allar íþróttaæfingar niður sem eiga þar að vera.
Starfsfólk á bæjarskrifstofum fór einnig í verkfalla í morgun, 5. júní, þar á meðal tölvudeild Garðabæjar og tækni- og umhverfissvið. Lokað verður í þjónustuveri.
Mynd: Það var rólegt um að litast á leikskólalóð Bæjarbóls í morgun