Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2021, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi, þriðjudaginn 5. október sl. Viðurkenningu fyrir snyrti-lega lóð fyrirtækja og stofnana fékk veitingahúsið Sjáland og Vattarás var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár.
Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir ár hvert eftir ábendingum um snyrtilegt umhverfi og fer í garðaskoðun á sumrin þegar ábendingar hafa borist frá íbúum. Sumarið hér sunnanlands hefur verið nokkuð svalt og því gróður verið seinn að taka við sér en margir íbúar hafa ekki látið það á sig fá og sinnt garðvinnunni þannig að eftir því er tekið.
Flokkun og betri úrgangsstjórn
Í ár var einnig í fyrsta sinn veitt ný viðurkenning fyrir góðan og eftirtektarverðan árangur sem tengist flokkun og betri úrgangsstjórnun. Þá viðurkenn-ingu hlutu hjónin Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon og fjölskylda sem eru búsett á Álftanesi.
Forsíðumynd: Viðurkenningarhafar á umhverfishátíð Garðabæjar ásamt, bæjarstjóra, nokkrum bæjarfulltrúm og starfsfólki Garðabæjar