Vattarás snyrtilegasta gata Garðabæjar árið 2021

Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2021, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi, þriðjudaginn 5. október sl. Viðurkenningu fyrir snyrti-lega lóð fyrirtækja og stofnana fékk veitingahúsið Sjáland og Vattarás var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár.

Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir ár hvert eftir ábendingum um snyrtilegt umhverfi og fer í garðaskoðun á sumrin þegar ábendingar hafa borist frá íbúum. Sumarið hér sunnanlands hefur verið nokkuð svalt og því gróður verið seinn að taka við sér en margir íbúar hafa ekki látið það á sig fá og sinnt garðvinnunni þannig að eftir því er tekið.

Flokkun og betri úrgangsstjórn

Í ár var einnig í fyrsta sinn veitt ný viðurkenning fyrir góðan og eftirtektarverðan árangur sem tengist flokkun og betri úrgangsstjórnun. Þá viðurkenn-ingu hlutu hjónin Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon og fjölskylda sem eru búsett á Álftanesi.

Forsíðumynd: Viðurkenningarhafar á umhverfishátíð Garðabæjar ásamt, bæjarstjóra, nokkrum bæjarfulltrúm og starfsfólki Garðabæjar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins