Útilífsskóli Vífils

Enn eru nokkur laus pláss á smíða- og ævintýranámskeið Útilífsskóla Vífils.
Ævintýranámskeið fer í ýmsar ferðir yfir daginn, þar má nefna hellaferðir, bátaferðir, veiðiferðir, hjólaferðir og margt fleira.

Á smíðanámskeiðinu fá börn að byggja kofa auk þess er námskeiðið brotið upp með leikjum og sundferð.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir hressa krakka á aldrinum 7 – 12 ára sem vilja upplifa ævintýra og útivist í sumar!

Það er laust á þessi námskeið hjá okkur í sumar;
• Smíðanámskeið 5. 12.-16. júlí 2021 – örfá pláss
• Ævintýranámskeið 5. 12.-16. júlí 2021
• Ævintýranámskeið 6. 3.-6. ágúst 2021

Skráning fer fram inná skatar.felog.is
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að senda okkur erindi á [email protected] eða hafa samband í síma 899-0089.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Skátafélagið Vífill

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar