Stærsti hlutinn fer í rekstur sambýla
Á síðasta fundi bæjarráðs mætti fjármálastjóri Garðabæjar og gerði grein fyrir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021, en útgjaldaaukningin hljóðar upp á 63 milljónir króna og fer stærsti hlutinn í rekstur sambýla í Garðabæ.
Sambýlin fá 56 milljónir
Gerð hefur verið nokkur breyting á rekstri sambýla. Sigurhæð er ekki lengur rekið sem heimili fyrir fatlað fólk en heimilismenn þar fluttu á heimilin að Ægisgrund og Krókamýri. Vegna fjölgunar íbúa þarf að fjölga starfsmönnum á heimilum fyrir fatlað fólk með tilheyrandi kostnaði.
Krókamýri fjölgun starfsmanna 14.000.000
Ægisgrund fjölgun starfsmanna 14.000.000
Búsetuúrræði og sólarhringsþjónusta (lækkun) -13.400.000
Samtals aukin kostnaður 14.600.000
10 miljónir í markaklukku í Mýrinni
Vegna endurnýjunar á markaklukku í Mýrinni er lagt til að bæta við 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun ársins.
3,1 milljón í sjóvarnargarða
Á fundi bæjaráðs 23.3. sl. var samþykkt erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað var staðfestingar á að Garðabær tæki þátt í sjóvörnum á Álftanesi skv. samþykktri samgönguáætlun. Áætlaður heildarkostnaður er 25,1 m.kr. þar af er hlutur Garðabæjar 3,1 m.kr. Á fjárhagsáætlun er 1 m.kr. Því bætast við 2,2 m.kr. til viðbótar.
36,3 milljónir í framlag til Sorpu bs.
Leggja þarf Sorpu bs. til aukið fjármagn á árinu 2021 sbr. samþykkt þar um á árinu 2020. Eigendur leggja til Sorpu bs. 1.000 millj.kr. á árunum 2020 og 2021. Hlutur Garðabæjar á árinu 2021 er 36,3 m.kr. Stofnframlag til Sorpu 36.300.000
Samtals útgjaldaauki 63.000.000
Garðabær ætlar að fjármagna útgjaldaaukannmeð eftirfarandi hætti
Fasteignaskattur, hækkun um 34.000.000
Lóðarleiga, hækkun um -5.000.000
Vatnsgjald, hækkun um 7.000.000
Holræsagjald, hækkun um 17.000.000
Samtals 63.000.000