Uppskrift vikunnar er í boði sérvöruverslunarinnar Me&MU á Garðatorgi, en í versluninni er hægt að fá margar sérvaldar og spennandi matvörur beint úr héraði, bæði hérlendis og erlendis frá. Þetta eru allt vörur frá smáframleiðendum sem leggja áherslu á gæði í hráefni og að baki þessari framleiðslu liggur jafnan handverk.
Langflestar matvörurnar sem eru í uppskriftunum frá Me&Mu fást í versluninni á Garðatorgi 1.
Eigendur Me&Mu eru þær Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir. Að þessu sinni bjóða þær upp á karrýsúpu með risarækjum og löngu.
Hráefni
500g gulrætur – saxaðar
500g púrrlaukur – saxaður
2 hvítlauksrif – söxuð
2 msk steikingarolía (t.d. vínsteinsolía)
2 msk gott madras-karrý
1 msk cumin (ekki kúmen)
Salt & pipar
1/2 tsk gott chillimauk
1 stilkur ferkst rósmarín
5 dl grænmetiskraftur
1 dós kókosmjólk
400g langa eða þorskhnakkar (hvítur fiskur)
400g bleikja
12 risarækjur
Kókosflögur og ferskt kóríander til að skreyta
Skerið gulrætur frekar smátt og púrrlauk í þunnar sneiðar. Merjið hvítlauksrif.
Hitið olíu í potti og blandið kryddinu vel við olíuna – þegar kryddið er vel blandað olíunni setjið þá gulrætur og lauk útí.
Hellið grænmetiskrafti útí – hitið upp að suðu og hrærið vel saman þar til græmeti er orðið mjúkt í gegn.
Setjið þarnæst kókosmjólk útí pottinn og hitið áfram við suðu – hitið í 10 mín.
Skerið fiksflökin í hæfilega bita og setjið í pottinn ásamt rækjunum – sjóðið í 5 mínútur.
Setjið í skálar og berið fram með góðu súrdeigsbrauði.